Suðurland – Austan hríð (Gult ástand)
Suðausturland – Austan hríð (Gult ástand)
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægt vaxandi austanátt í nótt, 10-18 í fyrramálið, hvassast á Kjalarnesi.
Þykknar upp á morgun en þurrt að kalla. Frost 2 til 6 stig í nótt, en hiti 0 til 3 stig að deginum.
Spá gerð: 07.03.2019 21:25. Gildir til: 09.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, 3-13 m/s, hvassast SA-til. Skýjað og stöku él A-til á landinu, en annars víða bjart. Frost 1 til 10 stig, en 10 til 15 stig í innsveitum. Gengur í austan 15-23 S-lands á morgun, hvassast og snjókoma eða slydda syðst, en mun hægari og bjart fyrir norðan. Hlánar S- og SV-lands, en annars minnkandi frost.
Spá gerð: 07.03.2019 21:25. Gildir til: 09.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él sunnanlands, en þurrt að mestu norðantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en sums staðar frostlaust við ströndina.
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt og él á stöku stað, en þurrt á N- og NV-landi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Vaxandi austlæg átt 8-15 síðdegis. Slydda eða snjókoma víðast hvar, en rigning eða slydda SA-lands. Hiti um og yfir frostmarki syðst, en annars vægt frost.
Á þriðjudag:
Ákveðin norðaustanátt með snjókomu um A-vert landið, þurrt að mestu SA-til, annars él. Vægt frost inn til landsins, einkum NA-lands, en annars 0 til 5 stiga hiti, mildast við S-ströndina.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt og él á stöku stað. Heldur kólnandi í bili.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir austlæga átt með vætu sunnantil en snjókomu fyrir norðan. Hiti að 5 stigum syðra, en annars vægt frost.
Spá gerð: 07.03.2019 20:12. Gildir til: 14.03.2019 12:00.