Ítölsk yfirvöld greindu frá því í gærkvöld að 49 manns hefðu látist síðasta sólarhringinn úr COVID-19 veikinni, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Alls hafa þá 197 látið lífið af völdum COVID-19 faraldrinum á Ítalíu og þar hafa rúmlega 4.600 smit verið staðfest. Rúv greindi fyrst frá og þar segir jafnframt að hvergi utan Kína hafi svo mörg dauðsföll verið rakin til kórónaveirunnar sem veldur þessari skæðu pest og dánartíðnin er hvergi hærri, eða 4,25 prósent.
Heilbrigðisstofnun Ítalíu greinir frá því að meðalaldur hinna látnu er 81 ár og að mikill meirihluti þeirra hafi átt við aðra, undirliggjandi sjúkdóma að glíma. Þá eru nær þrír af hverjum fjórum hinna látnu karlmenn.
https://gamli.frettatiminn.is/37-greinst-med-covid-19-myndband-um-koronuveiruna/