Það bólar ekkert á gosinu sem allir voru að tala um í vikunni og ekkert hefur gerst þrátt fyrir blaðamannafundi og mikið tilstand. Þessi mynd var tekin út á Álftanesi af konu sem var að bíða eftir gosinu, í stúkusæti og var búinn að koma sér vel fyrir í sandinum og beið og beið. En lítið hefur gerst síðustu daga, sama hvað fólk hefur beðið eins og þessi þolinmóða kona.
Ekkert gos og þess vegna drekka menn og konur bara appelsín í sandinum við sjóinn.
Ekkert er vitað hvort þessi kona bíði þarna ennþá en hún var alla vega í nokkra klukkutíma þarna og hreyfðist lítið sem ekkert. Ætli hún komi aftur í fyrramálið?
Mynd: María Gunnarsdóttir
Umræða