6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Jóhannes Nor­dal er látinn

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Jóhannes Nor­dal, fyrr­verandi seðla­banka­stjóri, er látinn, á 99. aldurs­ári. Greint er frá and­láti Jóhannesar á for­síðu Morgun­blaðsins í dag.

Jóhannes var seðla­banka­stjóri frá stofnun Seðla­banka Ís­lands árið 1961 til ársins 1993 og þar af var hann for­maður banka­stjórnar frá 1965. Jóhannes var jafn­framt kjörinn stjórnar­for­maður Lands­virkjunar við stofnun hennar þann 1. júlí 1965 og gegndi hann því starfi til ársins 1995.
Í minningar­orðum í Morgun­blaðinu í dag kemur fram að með Jóhannesi sé genginn ein­hver at­kvæða­mesti maður í efna­hags­lífi og at­vinnu­upp­byggingu á liðinni öld.
Hann lauk doktors­prófi frá London School of Economics árið 1953 og starfaði fyrst um sinn eftir út­skrift hjá Lands­bankanum.
Jóhannes kvæntist Dóru Guð­jóns­dóttur Nor­dal píanó­leikara sem lést árið 2017. Þau eignuðust sex börn og lifa fimm þeirra for­eldra sína.