Að venju var sitthvað að fást við á helgarvaktinni á höfuðborgarsvæðinu, en tuttugu og fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur.
Tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af tvær alvarlegar, og þá var farið í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. Nokkuð var líka um þjófnaðarmál, auk þess sem tilkynnt var um fimm innbrot. Um helgina voru enn fremur höfð afskipti af fimmtíu ökutækjum sem var lagt ólöglega á miðborgarsvæðinu, auk þess sem skráningarnúmer voru fjarlægð af nálægt áttatíu bifreiðum í umdæminu, en þær voru ýmist ótryggðar og/eða óskoðaðar. Þá voru ellefu umferðarslys tilkynnt til lögreglu á sama tímabili.
Umræða