Það er alveg hægt að segja að veiðimenn bjargi sér þegar þess þarf með og það hefur kólnað verulega á svæðinu. Í fyrradag kólnaði mikið og ís settist á veiðiárnar þar sem veiðimenn höfðu veitt ágætlega deginum áður en allt þetta getur skeð á mjög stuttum tíma.
,,Já þetta var mjög fyndið, áin hafði lagt, en tveimur tímum áður höfum við veitt vel“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir um Leirá í Leirársveit og stöðuna þar. ,,Við brutum ísinn á nokkrum stöðum á ánni og veiddum svo skömmu seinna og fengum fiska, já var svoldið fyndiið. Áin hefur gefið 80 fiska sem er mjög gott“ sagði Harpa meðal annars.
Stærri myndin: Stefán Sigurðsson að brjóta ísinn á ánni
Minni myndin : Harpa Hlín Þórðardóttir kominn með flott fisk á land, en nokkru áður hafi ísinn verið brotinn á hylnum.