• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Aldursfordómar – Ég heiti 180654 5269

ritstjorn by ritstjorn
6. maí 2023
in Aðsent & greinar, Fréttir, Innlent
0
Aldursfordómar – Ég heiti 180654 5269

Viðar Eggertsson. Varaþingmaður Samfylkingarinnar

Share on FacebookShare on Twitter

Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis.

Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem það hefur og þess viðhorfs sem þau telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn.

Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir – vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn!

Samkv. tölum Vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur.

Það eru mýmörg dæmi þess að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána – bara kennitöluna.

Bara kennitöluna. Þá reynist kennitalan einfaldlega ekki „rétt“.

Eigum við að tala um íslensku kennitöluna?

Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu.

Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi.

Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði.

Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma?

Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði!

Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið!

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?