Helstu tíðindi frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00 – Fréttatilkynning
Stöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes
Ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum, hann reyndist einnig vera án gildra ökuréttinda. Hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hjúkrunarfræðingur kom og dró blóð úr ökumanni. Hann laus að því loknu.
Tilkynnt um vinnuslys, lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði. Hlúið var að viðkomandi á vettvangi.
Ökumaður stöðvaður fyrir að nota farsíma undir stýri. Vettvangsskýrsla rituð þar sem ökumaður játaði brotið.
Skráningarmerki fjarlægð af þremur bifreiðum.
Tilkynnt um slys þar sem aðili féll nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku.
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi sem lá í holu. Hann fluttur á lögreglustöð og vistaður í klefa sökum ástands. En aðilinn gat ekki sagt til nafns eða hvar hann ætti heima sökum ölvunar. Hann vistaður þar til rennur af honum.
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, lögregla svipaðist um eftir mönnunum en þeir fundust ekki.
Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna viðskiptavins sem neitaði að borga farið. Viðskiptavinurinn var ósáttur við hvaða leið leigubílstjórinn var að fara, viðskiptavininum kynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik.
Tilkynnt um hugsanleg slagsmál í hverfi 101, ekkert að sjá þegar lögregla kom á vettvang og enginn gaf sig á tal við lögreglu.
Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á hóteli í hverfi 105, hann farinn þegar lögregla kom á vettvang.
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis, þeir fluttir á lögreglustöð í hefbundið ferli.
Tveir ökumenn stöðvaðir sem blésu undir mörkum, þeim gert að stöðva akstur.
Ökumaður stöðvaður fyrir að aka gegn einstefnu, hann reyndist einnig vera án gildra ökuréttinda. Vettvangsskýrsla rituð þar sem ökumaður játaði brotið.
Tilkynnt um mikinn tónlistarhávaða frá bar í miðbænum. Lögregla fór á vettvang og ræddi við starfsmenn sem lofuðu að lækka í tónlistinni.
Ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var einnig með umfram farþega. Ökumaður handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefbundið ferli.
Tilkynning barst til lögreglu um slagsmál í miðbænum. Einn aðili handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður þar til tekin verður af honum skýrsla. Annar aðili var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Stöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
Tilkynnt um eld í pressugám, lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði. Slökkviliðið sá um slökkvistarf á vettvangi.
Tilkynnt um brunalykt úr íbúð, eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Eigandi hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu.
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, engan að sjá þegar lögregla kom á vettvang.
Ökumaður stöðvaður, hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Hann fluttur á lögreglustöð í hefbundið ferli.
Tilkynnt um innbrot í hverfi 210, málið er í rannsókn.
Tilkynnt um mann sparka í hurðir og glugga á veitingarstað. Lögregla fór á vettvang og vísaði manninum á brott.
Stöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
Tilkynnt um mann reyna að stela á lager í verslun, hann fór þegar starfsmaður kom að honum. Maðurinn fannst ekki.
Tilkynnt um krakka kveikja flugelda, lögregla fór á vettvang en krakkarnir voru farnir.
Tilkynnt um aðila meðvitundarlausan í hverfi 111, lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði. Aðilinn kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Hann fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt um slagsmál í hverfi 109, lögregla fór á vettvang en engan að sjá á vettvangi.
Tilkynnt um samkvæmishávaða, lögregla fór á vettvang og ræddi við húsráðanda sem lofaði að lækka í tónlistinni.
Ökumaður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefbundið ferli.
Stöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, ekkert að sjá þegar lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 270, ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann fluttur á slysadeild til skoðunar og síðan vistaður í klefa þar til tekinn verður af honum skýrsla.
Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110, þar reyndist ökumaður vera sviptur ökuréttindum. Rituð skýrsla um málið þar sem ökumaður verður meðal annars kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt um eld í heimahúsi en þar kveiknaði í gardínum út frá kertum.