Veðuryfirlit
Yfir Grænlandi er kyrrstæð 1032 mb hæð og yfir Skandinavíu er víðáttumikil 1002 mb lægð sem hreyfist lítið.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s og él um landið norðan- og austanvert. Bjartviðri að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig að deginum, en víða næturfrost inn til landsins. Spá gerð: 07.05.2019 21:25. Gildir til: 09.05.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él norðan- og austanlands, en þurrt annars staðar og bjart veður á köflum. Hiti 0 til 8 stig, mildast S-til, en víða næturfrost.
Á föstudag og laugardag:
Áframhaldandi norðlæg áttir með éljum, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil él fyrir norðan, annars bjart. Svalt veður, einkum fyrir norðan.
Á mánudag:
Útlit fyrir stífa austanátt og hlýnandi veður með rigningu víða um land.
Á þriðjudag:
Hlý suðlæg átt með vætu sunnan- og vestanlands, en björtu veðri norðan- og austantil.
Spá gerð: 07.05.2019 20:08. Gildir til: 14.05.2019 12:00.
Discussion about this post