Skeljungur hefur ákveðið að endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslur sem fyrirtækinu bárust vegna hlutabótaleiðarinnar í apríl. Þá hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða starfsmönnum sínum 100% starf frá og með 1. maí. Fyrirtækið segir að það hafi ekki verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér á sjötta tímanum í dag:
„Í fjölmiðlum í dag hefur verið fjallað um kostnað ríkissjóðs vegna þeirra starfsmanna Skeljungs sem fengu hlutabótagreiðslur í apríl. Að athuguðu máli telur Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið. Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“
Fyrirtæki sem hafa greitt eigendum sínum milljarða í arð komin á bætur hjá skattgreiðendum
https://gamli.frettatiminn.is/fyrirtaeki-sem-hafa-greitt-eigendum-sinum-milljarda-i-ard-komin-a-baetur-hja-skattgreidendum/