Á að veiða almenning inn í net útgerðarfyrirtækja, sem hluti af „sátt“ um kerfið?
Hver er staða lífeyrissjóða varðandi fjárfestingu í félagi sem stjórnað er af einstaklingum sem liggja undir rökstuddum grun um peningaþvætti, skattaundanskot, launaþjófnað og mútur, í mörgum löndum? Sem hlýtur þá að flokkast undir skipulagða alþjóðlega glæpastarfsemi.
Eða á að veiða almenning inn í net útgerðarfyrirtækja sem hluti af „sátt“ um kerfið, sem þá verður komið í eigu almennings að hluta, en stjórnað af sama fólki og almenningi þannig seld eigin auðlind og fullkomna þannig vitleysuna og ránið á auðlindum þjóðarinnar?
Ég leyfi mér að vona að hvorki almenningur né sjóðir í okkar eigu láti krónu í þetta fyrirtæki en krefjist að sama skapi breytinga á þessu kerfi áður en það verður um seinan. Við höfum kjörið tækifæri í næstu Alþingiskosningum.Um nákvæmlega þetta eiga næstu Alþingiskosningar að snúast.
Umræða