Rannsókn á máli þar sem fimmtug kona fannst látin á heimili sínu þann 22. apríl síðastliðinn miðar vel.
Sambýlismaður hennar á sjötugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að upp komst um málið og er hann grunaður um að hafa valdið konunni áverkum sem leiddu til dauða hennar.
Embætti Lögreglustjóra gerði í dag kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald og nú á grundvelli almannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á þeim grundvelli.
Þegar lögregla hefur lokið rannsókn málsins verður það sent embætti Héraðssaksóknara til ákvörðunar um saksókn.
Umræða