Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum
Hækkunin verður um 0,10 til 0,15 prósent og tekur gildi á morgun, fimmtudaginn 8. júlí. Ákvörðunin er birt á vef bankans sem segir að ,,vaxtabreytinguna megi fyrst og fremst rekja til breytinga á ávöxtunarkröfu sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum.“
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hækkuðu einnig vexti á óverðtryggðum íbúðalánum fyrir fimm vikum síðan.
Umræða