Fréttastofur BBC og Sky segja að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, muni segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag.
Mikil ólga hefur verið í kringum Johnson undanfarnar vikur. Þrýstingur á afsögn Johnson sem forsætisráðherra hefur verið viðvarandi og 57 ráðherrar og aðrir áhrifamenn hafa sagt sig úr ríkisstjórn og flokknum. Hann er hins vegar sagður hyggja á að halda áfram sem forsætisráðherra fram á haustið.
Umræða