Hóta fólki handtöku vegna gruns um kynferðisbrot og barnaklám
Lögreglan varar við því að borið hefur á tölvupóstsendingum frá óprúttnum aðilum sem kynna sig sem lögreglu og hóta viðtakanda handtöku, grunaðir um kynferðisbrot eins og barnaklám og „net pornography“. Póstur þessi er sendur af handahófi til viðtakenda.
Texti skjalsins er óvandaður en getur blekkt engu að síður ef hann er ekki lesinn af gaumgæfni. Ef erindinu er svarað er gefinn kostur á að ljúka málinu með greiðslu „vinsamlegrar sáttar“.
Lögregla vekur athygli á að þarna er um svikapóst að ræða og tilraun til fjársvika. Hún hvetur þá sem slíkan póst fá að svara honum ekki. Ef viðkomandi er í vafa um slíkan póst er hægt að hafa samband við lögreglu með því að hringja í síma 444 0600 eða senda fyrirspurn á netfangið austurland@logreglan.is.
Umræða