Kópavogsbæ ber að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins, 1,4 milljarða króna auk vaxta í Vatnsendamálinu svokallaða, vegna eignarnáms bæjarins á jörðinni Vatnsenda árið 2007. Aðalkrafan var 5,6 milljarðar.
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag og bærinn greinir frá honum í tilkynningu. Þar segir að bænum hafi einnig verið gert að greiða skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af 300 lóðum undir sérbýli í Vatnsenda. Ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um málið.
Kópavogsbæ var í maí 2018 birt stefna af hálfu Þorsteins, þáverandi ábúanda jarðarinnar Vatnsenda. Gerði stefnandi þær kröfur að Kópavogsbær greiddi frekari eignarnámsbætur vegna eignarnámsins 2007.
Umræða