Rúmlega sjötíu mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 18:00 til 05:00 og gistu fjórir fangaklefa eftir nóttina
Hér eru helstu fréttir næturinnar:
Ökumaður var stöðvaður í austurbænum þar sem hann var ölvaður, undir áhrifum fíkniefna, sviptur ökuréttindum ásamt því að vera með fíkniefni meðferðis. Þá var annar ökumaður stöðvaður á sama svæði sem var undir áhrifum fíkniefna og var einnig með fíkniefni meðferðis. Um sama leiti var aðili í mjög annarlegu ástandi handtekinn í miðbænum, þar sem hann var til vandræða. Maðurinn var einnig með fíkniefni meðferðis og var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka skýrslu af honum.
Ekið var á 9 ára gamlan dreng í Hafnarfirði, drengurinn var á gangbraut þegar ekið var á hann, talið að meiðsli hans séu minniháttar en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynniinga. Ekki vitað hver ökumaðurinn er þar sem hann ók á brott frá slysstað.
Maður var handtekinn í Breiðholti eftir stórfelda líkamsárás, árásaþoli fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Gerandi vistaður í fangaklefa en ekki vitað um meiðsli árásarþola.
Ungur drengur slasaðist lítilega eftir að hafa dottið á vespu sem hann ók í hverfi 111. Farþegi sem var með drengnum á hjólinu slasaðist ekki en þeir hvorugir með hjálm. Málið var afgreitt með foreldrum.
Þá komu upp mál tengd fíkniefnum og ökumenn á vímuefnum stöðvaðir.