Þessa stundina eru þrjár stöðvar slökkviliðsins að störfum í hesthúshverfi í Hafnarfirði. Fyrsta tilkynning kom rétt fyrir klukkan 7 í morgunn um að eldur logaði í hesthúsi. Er fyrsti bíll kom á staðinn var eldur í þaki hússins. Tveir hestar voru inni í bilinu sem logaði í og tókst að bjarga þeim út.
Nú er búið að slökkva allan eld að mestu og er vinna núna í að rífa frá klæðningu til að tryggja eldur leynist ekki á milli. Slökkvistarf gengur vel og ætti senn að fara að ljúka. 09:22 uppfært. Slökkvistarfi er lokið og allir bílar komnir á sínar stöðvar og vinna er í frágangi tækja og tóla svo allt sé klárt fyrir næsta útkall.
Umræða