Sérsveit ríkislögreglustjóra er með viðbúnað við Bjarkavelli í Hafnarfirði vegna manns sem ógnaði fólki með hnífi. Hann braut að auki rúðu í húsinu sínu. Ríkisútvarpiðbirti fyrst frétt af málinu.
Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði segir engan vera í hættu. Unnið sé að því að koma manninum, sem virðist eiga við andleg vandamál að stríða, úr húsi sínu og veita honum viðeigandi hjálp.
Umræða