0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Tvær eins bifreiðar með sömu bílnúmerin

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Tilkynnt var til lögreglu í gærkvöld um tvær eins bifreiðar með sömu skráningarnúmerin í Kópavogi. Í ljós kom að sami eigandi var að báðum bifreiðum og verður hann kærður fyrir skjalafals að sögn lögreglu.
Afskipti voru höfð af manni rétt fyrir miðnættið, sem er grunaður um brot á nálgunarbanni hann átti að auki að vera í sóttkví vegna gruns um Covit smit. Þá voru höfð afskipti af ungu fólki vegna notkunar fíkniefna, 16 ára stúlka var kærð fyrir vörslu fíkniefna. Málið var afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar.
Talsvert var um vímuefnaakstur í borginni í gær.