-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Sjómenn slíta viðræðum: „Vilja eignast Ísland og auðlindir okkar án þess að greiða fyrir það“

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Enginn iðnaður á Íslandi getur greitt út jafnmikinn arð og sjávarútvegsfyrirtækin

Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viðræður hafa átt sér stað í nokkra mánuði en kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir frá því í lok 2019. Vísir.is vekur athygli á hörkunni sem er á milli stórútgerðarinnar og sjómanna og blöskrar sjómönnum græðgi stórútgerðarinnar og hafna því alfarið að launakostnaður sé að sliga útgerðina.

Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir í viðtalinu að viðræðurnar strandi einna helst á lífeyrissjóðsmálum. Farið sé fram á að mótframlag í lífeyrissjóð hækki um 3,5 prósentustig líkt og hjá launafólki en útgerðir vilji ekki mæta þeim kröfum án þess að skerða aðrar tekjur sjómanna.

„Þeirra tilboð er alltaf að sjómenn borgi það sjálfir og rúmlega það. Þeir eru bara ekki tilbúnir til að semja við okkur.“ Engin ákvörðun hafi verið tekin um verkfallsaðgerðir. Haldnir hafa verið 20 fundir hjá ríkissáttasemjara eftir að samningar losnuðu fyrir 21 mánuði en þá eru ótaldir aðrir fundir samningsaðila.

Í tilkynningu frá SFS segir að launakostnaður sé hár í fiskveiðum og að samtökin áætli að viðbótarkostnaður útgerða myndi hlaupa á milljörðum króna ár hvert ef fallist yrði á kröfur sjómanna. „Ef gengið yrði að kröfum stéttarfélaganna, má ljóst vera að mörg fyrirtæki gætu ekki staðið undir þeim og einstakir útgerðarflokkar gætu jafnvel lagst af. Slíkt þjónar hvorki hagsmunum sjómanna í heild né samfélagsins.“

Bergur hafnar þessum málflutningi SFS alfarið. „Þetta er bara bull. Það sjá það allir landsmenn þegar útgerðarmenn gefa út afkomutölur og borga sér út arð að þetta getur ekki staðist. Það er enginn iðnaður á Íslandi sem getur greitt út jafnmikinn arð og sjávarútvegsfyrirtækin svo það er ekki launakostnaðurinn sem er að drepa þau.“

HÉR ER HÆGT AÐ LESA ALLA FRÉTTINA SEM BIRITIST Á VISIR.IS