Það er ekki rétt að mæla matarverð út frá hlutfalli af launum, segir Auður Alfa Ólafsdóttir hjá verðlagseftirliti ASÍ í viðtali við rúv, og gagnrýnir ummæli forstjóra Haga um matarverð. Rétta er að matarverð á Íslandi er það þriðja hæsta í heiminum.
Þá kemur fram að Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði í viðtali í gær að matarverð á Íslandi væri ekki hátt, sem hlutfall af launum eða útgjöldum heimila. Auður Alfa Ólafsdóttir, hjá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands, telur þennan samanburð Finns ekki rétta mælikvarðann.
„Vissulega er matvara lægra hlutfall af útgjöldum hér en í fátækari löndum, sem er bara mjög gott, fólk hefur almennt og að meðaltali meira milli handanna hér, þannig að nauðsynjavara eins og matvara vegur ekki eins þungt í útgjöldum Íslendinga. Það er bara rangt að vera að blanda þessu tvennu saman, útgjöld til ákveðinna flokka vöru eða þjónustu segir ekkert eða voða lítið til um verðlag á viðkomandi vöru, þannig að hann er að blanda frekar óskyldum hugtökum saman,“ sagði Auður Alfa í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.