Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar í Reykjavík fimmtudaginn 3. október sl., en tilkynning um slysið barst kl.12.56. Þar rákust saman bifreið og reiðhjól, en reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 0436@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða fésbókarsíðu lögreglumannsins, sem fer með rannsókn málsins.
Umræða