Fyrsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið miðvikudaginn 9. október kl. 20 í sal safnaðarheimilis Neskirkju. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, og Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur og forstöðumaður Fornleifafræðistofunnar, flytja erindi sem ber titillinn:
Rostungar til forna við Ísland – náttúrusaga og mannvistfræði
Tilvist rostunga á Íslandi á forsögulegum tíma og hvarf þeirra um og upp úr landnámi hefur löngum valdið fræðimönnum heilabrotum. Hve mikið var hér af rostungum og var um að ræða flækingsdýr, eins og nú í seinni tíð, eða staðbundinn íslenskan stofn? Hver urðu örlög rostunganna? Hilmar og Bjarni munu fjalla m.a. um þessi atriði og byggja þeir umfjöllunina á nýbirtum niðurstöðum í fjölþjóðlegri rannsókn sem Náttúruminjasafn Íslands fór fyrir. Niðurstöðurnar, sem grundvallast á DNA-greiningu erfðaefnis hvatbera og C14-aldursgreiningu á beinaleifum rostunga, benda til þess að hér hafi verið sérsíslenskur stofn um árþúsundabil, allt frá 8000 árum f. Krist þar til 1200 eftir Krist, þegar hann hverfur. Skýringa á útdauða íslenska rostungsins er leitað í ofveiði ásamt hlýnandi loftslagi og áhrifum eldgosa.
Umfjöllun um rannsóknina á heimasíðu Náttúruminjasafnsis: https://nmsi.is/frettir/serislenskur-rostungsstofn-hvarf-vid-landnam/
Grein í MBE: https://academic.oup.com/mbe/advance-article/doi/10.1093/molbev/msz196/5564176
Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/2130123107091845/
https://gamli.frettatiminn.is/2019/10/07/islenskir-vikingar-taldir-hafa-utrymt-rostungum/