Í tilefni af fréttaflutningi og fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við greiðslur til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:
Við athugun ráðuneytisins kom í ljós að greiðslur til framkvæmdastjóra voru sýnilega umfram það sem kjör hans gerðu ráð fyrir. Í framhaldi af þessari athugun óskaði ráðuneytið eftir skýringum stjórnar Úrvinnslusjóðs með bréfi dags. 26. ágúst sl. og barst svar hennar 15. september sl.
Í kjölfarið, þann 3. október sl., sendi ráðuneytið erindi til framkvæmdastjórans þar sem óskað var skýringa vegna málsins og frestur veittur til 13. október.
Umræða