Skemmtanahald fór vel fram í embættinu um helgina
Bjórhátíð Ölverks var haldin í Hveragerði og Regnbogahátíð Mýrdælinga var haldin í Vík í Mýrdal og fóru hátíðirnar vel fram.
Þrír voru teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis um helgina og einn fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
14 voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða og var sá sem hraðast mældist á 138km/klst.
Lögregla sinnti 8 umferðarslysum en ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki í þeim. Í tveimur þessara tilfella var ekið á sauðfé.
Einn aðili brást illa við og veittist að lögreglumönnum þegar þeir hugðust veita honum aðstoð vegna andlegra veikinda og var hann handtekinn og honum veitt viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins. Engin meiðsl urðu á aðilanum né lögreglumönnunum.
Alls eru bókuð 106 verkefni sem lögreglumenn sinntu nú um helgina