Faxaflói – Búist er við stormi
(Gult ástand) – 8 nóv. kl. 19:00 – 9 nóv. kl. 08:00
Búist er við stormi, allt að 25 m/s, hvassast á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og í uppsveitum Borgarfjarðar. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall.
Varasamt getur verið að vera á ferðinni, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Suðurland
Búist er við stormi (Gult ástand) – 8 nóv. kl. 16:00 – 9 nóv. kl. 05:00
Búist er við stormi, allt að 25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum og með ströndinni. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt getur verið að vera á ferðinni, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil él á víð og dreif, einkum norðvestantil, en léttskýjað norðaustan og austanlands. Bætir í vind vestast í nótt. Frostlaust við suður- og vesturströndina, annars frost 0 til 10 stig, kaldast fyrir norðan.
Gengur í suðaustan 10-18 m/s um landið sunnan- og vestanvert á morgun, en 18-25 m/s undir fjöllum og með suður- og vesturströndinni. Suðaustan 5-13 m/s norðan- og austanlands. Sums staðar dálítil úrkoma sunnantil, en bjartviðri fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en annars vægt frost.
Spá gerð: 07.11.2019 21:39. Gildir til: 09.11.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðaustan 8-15 m/s, hvassast á Suðausturlandi. Rigning eða slydda á láglendi á suðurhelming landsins, en yfirleitt hægari og þurrt á norðanverðu landinu. Hiti 1 til 5 stig, en um frostmark norðanlands.
Á sunnudag:
Gengur í suðaustan storm, fyrst um landið SV-vert. Talsverð rigning og sums staðar slydda, en lengst af þurrt nyrðra. Lægir undir kvöld, en áfram hvasst A-til. Hiti 1 til 6 stig.
Á mánudag:
Suðaustlæg átt og úrkoma A-til, en annars víða þurrt. Hiti nálægt frostmarki.
Á þriðjudag:
Austan átt, él fyrir norðan og austan, en annars þurrt að kalla. Frost um mest allt land.
Á miðvikudag:
Austan og síðar norðaustanátt. Él fyrir norðan og frost, en slydda syðst og hiti um frostmark.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum um landið N-vert, en bjart á köflum syðra. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 07.11.2019 20:20. Gildir til: 14.11.2019 12:00.