Átt þú reynslusögu?
Miðflokkurinn auglýsir í Morgunblaðinu í dag eftir reynslusögum frá almenningi sem lent hefur „í kerfinu“. Auglýsingin er liður í þeirri stefnu flokksins að gera það að forgangsverkefni sínu að takast á við báknið sem hefur blásið út á undanförnum árum og er enn að stækka. Auglýsingin er svohljóðandi:
Miðflokkurinn hyggst gera það að forgangsverkefni að takast á við „báknið”. Við biðlum nú til almennings að hjálpa okkur við þetta verkefni.
Hefur þú lent í „kerfinu“? Hefur þú mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera? Hefur þú upplifað óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða rekstur fyrirtækis eða í daglegu lífi?
Ef sú er raunin biðjum við þig að senda okkur reynslusögur á netfangið: reynsla@midflokkurinn.is
Gætt verður nafnleyndar nema sérstök heimild verði veitt til annars. Við biðjum ykkur um að hjálpa okkur við að greina eðli vandans svo við verðum betur í stakk búin til að leysa hann.
Meðal þess sem við stefnum að er:
• Einföldun regluverks
• Aukin vernd borgaranna gagnvart yfirvaldinu
• Aukið jafnræði óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu
• Einfaldari samskipti við opinberar stofnanir
• Minna bákn og þar af leiðandi lægri skattar og betri lífskjör
Markmiðið er að stuðla að betra lífi fyrir almenning, aukinni verðmætasköpun og því að ríkið geti betur nýtt peninga skattgreiðenda til að standa undir mikilvægri þjónustu.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/07/27/160-rikisstofnanir-i-357-thusund-manna-samfelagi-baknid-blaes-enn-ut/