• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Mánudagur, 25. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Landsnet styður við vöruþróun Alor

ritstjorn by ritstjorn
7. nóvember 2022
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Share on FacebookShare on Twitter

Landsnet og íslenska tæknifyrirtækið Alor hafa gert með sér samning um aðkomu Landsnets að vöruþróun og prófunum á vistvænum álrafhlöðum félagsins, kyrrstæðum rafhlöðum sem m.a. verður unnt að nýta sem varaafl. 

Með samstarfinu mun Alor fá tækifæri til að prófa frumgerðir hinna byltingarkenndu álrafhlaðna í raunumhverfi og fá endurgjöf frá sérfræðingum Landsnets. Þannig verður unnt að þróa lausnir sem mæta þörfum Landsnets og annarra viðskiptavina sem treysta á varaafl. Hannaðar verða rafhlöðueiningar sem unnt verður að raða saman eftir þörfum. Með áframhaldandi þróun bindur Landsnet vonir við að unnt sé að nota rafhlöður Alor, ásamt varaaflsvélum, til þess að brúa bilið sem verður frá því að rafmagn fer af þar til varaafl er komið í gang. Gert er ráð fyrir að rafhlöðurnar muni draga úr straumleysi og keyrslu varaafls með jarðefnaeldsneyti.

Vistvæn lausn

Þróunarvinna hefur staðið yfir í níu ár og rannsóknir sýna að tekist hefur að yfirstíga þær áskoranir sem álrafhlöðutæknin hefur staðið frammi fyrir. Lausnir Alor verða um 95% endurvinnanlegar, með lítið umhverfisfótspor auk þess að vera öruggar í meðhöndlun og flutningi þar sem af þeim stafar hvorki eld- né sprengihætta. Þá hafa rannsóknir sýnt að endingartími rafhlaðnanna er a.m.k. tvöfalt lengri en þekktrar rafhlöðutækni á markaði í dag. Áætlað er að fyrstu frumgerðir verði tilbúnar á næstu vikum og að prófanir fari fram í nóvember. Í kjölfarið hefst samstarf við sérfræðinga Landsnets sem binda vonir við að rafhlöðurnar muni bæta afhendingaröryggi í flutningskerfinu.

„Við hjá Landsneti höfum stutt við smíði frumgerðarinnar sem nú er á lokametrunum. Við bindum miklar vonir við að afurðir Alor muni nýtast okkur og leggja um leið mikilvægt lóð á vogarskálar bætts afhendingaröryggis og minni losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er ánægjulegt að geta stutt við nýsköpun og þróun á búnaði sem nýtast mun í rekstri flutningskerfisins og fyrir Alor er aðgangur að sérfræðiþekkingu innan Landsnets mikilvægur í þróunarvinnunni“, segir Magni Þór Pálsson verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti.

„Það er skiptir okkur hjá Alor miklu máli að fá tækifæri til þess að framkvæma prófanir í samstarfi við öfluga sérfræðinga Landsnets og fá þannig dýrmæta innsýn og endurgjöf inn í vöruþróunarferlið. Tæknin hentar vel fyrir varaaflseiningar sem og til þess að geyma orku sem t.d. er framleidd með vindi og sól.  Við hlökkum til að taka þátt í verkefnum Landsnets sem snúa að því að bæta afhendingaröryggi rafmagns og draga bæði úr straumleysi og losun gróðurhúsalofttegunda“, segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastýra Alor.

Discussion about this post

  • Óánægð með rannsókn á eignatengslum í sjávarútvegi

    Óánægð með rannsókn á eignatengslum í sjávarútvegi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Þjóðarsátt um okurvexti?

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti karlmanns á sextugsaldri

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?