Hugleiðingar veðurfræðings
Kröpp og dýpkandi lægð, skammt suðvestur af Reykjanesi árla morguns, hreyfist norður á bóginn. Gengur á með hvassri sunnanátt eða stormi, rigningu og hlýindum, en þurrt að kalla á Norður – og Austurlandi. Þegar lægðin fer skammt undan Vestfjörðum, gengur í suðvestanstorm eða -rok á norðanverðu landinu, jafn vel staðbundið ofsaveður norðvestantil, með skúrum eða éljum. Reikna má með hríðarveðri á Vestfjörðum og Ströndum um tíma eftir hádegi og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum.
Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt land, sem breytast í appelsínugult fyrir norðan uppúr hádegi. Talsvert hægara og dálitlar skúrir syðra, en lægir um land allt og rofar til seint í kvöld og nótt.
Víða varasamt ferðaveður í dag og er fólk því hvatt til að sýna aðgát, tryggja lausamuni og helst fresta ferðalögum norðanlands síðdegis, ef hægt er.
Suðaustankaldi, víða skúrir og milt veður á morgun, en yfirleitt bjartviðri og nálægt frostmarki á Norður- og Ausutrlandi.
Útlit helgarinnar sveiflukennt, væta með köflum og milt á laugardag, en órólegt veður og kólnandi á sunnudag, jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.
Spá gerð: 07.11.2024 06:34. Gildir til: 08.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 15-23 m/s, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. Snýst í suðvestan 20-28 með skúrum eða slydduéljum norðantil eftir hádegi, jafnvel 30 m/s um tíma norðvestantil, en 13-20 og skúrir syðra. Dregur talsvert úr vindi í kvöld og kólnar í veðri, en lægir í nótt. Suðaustan 8-15 og skúrir á morgun, hvassast syðst, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðra.
Spá gerð: 07.11.2024 04:50. Gildir til: 08.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Rigning með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 5 til 10 stig.
Á sunnudag:
Minnkandi suðaustlæg átt, en snýst í vestan 10-18 síðdegis. Víða rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag:
Suðlæg átt, 5-13 og dálítil rigning, en bjart með köflum norðaustanlands. Hlýnar í veðri.
Á þriðjudag:
Sunnan 8-13 og rigning, en léttskýjað norðaustantil. Hiti 8 til 14 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og víða rigningu eða slyddu. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 07.11.2024 07:56. Gildir til: 14.11.2024 12:00.
Athugið
- Áframhaldandi úrkoma og líkur á grjóthruni og yfirborðshreyfingum á Vestur- og Suðurlandi. Meira
- Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir, Norðurland eystra og Strandir og norðurland vestra Meira
- Gul viðvörun vegna veðurs: Faxaflói, Breiðafjörður, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra Meira