,,Èg elska þig pabbi: Ég elska þig líka ástin mín“
Reynir að rústa pabbanum andlega og félagslega og með því beita börnin alvarlegu ofbeldi fyrir lífstíð – Móðirin beitir foreldraútilokun sem hefur varanleg áhrif á barnið
Barnsmóðir reynir að rústa pabbanum andlega og félagslega og með því beita börnin alvarlegu ofbeldi fyrir lífstíð. Foreldraútilokun og tálmun er eitt versta ofbeldi sem þú getur gert barni eða börnum. Og sumar þessar konur beita börnin sín bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og börnin eru of hrædd við að segja neitt.
Ég skrifa þessa grein svona því þetta er mjög algengt hér á Íslandi. Móðirin sýnist hæf og fegrar ímynd sína og beinlínis lýgur og kemst upp með það meðan faðirinn á hjarta og ást barnanna og þau sakna hans en móðirin beitir foreldraútilokun og því ofbeldi sem fylgir því hún þekkir kerfið og veit að hún getur hefnt sín, unnið fyrir dómi og útilokað föðurinn.
Börnin missa á endanum valdi yfir sínum eigin huga vegna andlegs ofbeldi móðurs og tálmunar og eru hrædd við að segja eitthvað í andstöðu við móðurina. Algjör heilaþvottur móður gagnvart börnunum.
- ,,Pabbi þinn er dópsali.“
- ,,Pabbi þinn er dópisti.“
- ,,Pabbi þinn er vondur og hættulegur.“
- ,,Pabbi þinn vill þig ekki.“
Það er verið að eyðileggja líf barna á svo mörgum heimilum á Íslandi
Þetta er samfélagslegt vandamál sem við vitum öll en þurfum að ræða saman og koma með upp á yfirborðið og laga og ræða málin.
Afhverju er kerfið okkar svona? Afhverju er aldrei litið raunverulegum augum á móðurina en bara hlustað á lygar hennar gagnvart föður?
Segjum að faðirinn hafi verið skilinn við barnsmóðir sína í 5 ár. Aðra hverja viku þá náði hann í börnin í skólann á fimmtudögum, heimanám, kvöldmatur og góð samverustund í sjónvarpinu, tölvunni eða einfaldlega fíflaskapir og fjör.
Á föstudagsmorgni keyrir faðirinn börnin í skólann og sækir þau síðan aftur. Yfir helgina er bíó,sund, leikjasalur, sleepover með vinkonum heima hjá föður, út að borða, mat hjá ömmu og afa og hitta hundana, út að hjóla, nammidagur og fleiri óvæntir hlutir yfir allt árið. Yndislegar helgar og jól, afmæli, páskar og sumarfrí.
Faðir mætir á alla foreldrafundi, danssýningar, tónleika og allt sem við kemur skólanum.
Hann fær að heyra oft á dag frá börnunum sínum, Èg elska þig pabbi. Pabbi komdu aðeins, ég elska þig.“ ,,Komdu að fíflast.“
Svo allt í einu þegar barnsmóðir sér kannski að faðir barnanna er farin að ganga vel í lífinu þá byrjar hún að tálma og ljúga að börnunum um föður til að eyðileggja ímynd hans. Og byggir upp ferli til að eyðileggja algjörlega samband föður við börnin þeirra.
Það gerir engin heilbrigð manneskja börnunum sínum þetta nema að vera með siðblindu eða jafnvel narsisisma
Að gera svona eru alvarleg andleg veikindi, persónuleikaröskun í það minnsta. Það gerir engin heilbrigð manneskja börnunum sínum þetta nema að vera með siðblindu eða jafnvel narsisisma.
Því miður þá eru til svona mæður á Íslandi sem glíma við alvarlega persónuleikaröskun og siðblindu og komast upp með þetta.
Barnavernd þarf að verða betri, barnasálfræðingar líka og sálfræðingar sem gera foreldrahæfnismat fyrir dómi.
Það er verið að eyðileggja líf barna á svo mörgum heimilum á Íslandi og út um allan heim.
Barnavernd og sýslumaður þurfa að gera betur
Ég veit um móður sem var með dópsala og dópista í neyslu og enn þann daginn í dag kemst hún upp með það. Móðir í neyslu sem útilokar föður frá börnum sínum og platar barnavernd og barnavernd ákveður að horfa frekar á föðurinm út af lygum móðurs.
Afhverju er móðirin litin oftast hæfust? Og afhverju er ekki skoðað vel ofan í málin? Ég veit um mál með barnavernd sem kom vel út fyrir föður og börn með sérfræðing í málefnum barna og málinu var lokað. Síðan byrjaði móðir bara að tálma þrátt fyrir það.
Barnavernd og sýslumaður þurfa að gera betur. Það er verið að eyðileggja líf barna andlega og einfaldlega á allan hátt í svo mörgum tilvikum.
Gefstu aldrei upp og bjargaðu börnunum þínum frá andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi veikrar barnsmóður
En þetta er mannvonska, þetta er hatur, þetta er illska sem ekki er hægt að útskýra. Ég gæti farið ýtarlega í sum mál sem ég veit um en get það ekki vegna barnanna. En ég hef tilkynnt það til barnaverndar.
En ég veit það að sannleikurinn kemur alltaf í ljós. Spurningin er bara hvort það sé þá orðið of seint…
Ef þú ert faðir í þessum aðstæðum þá vil ég segja við þig: Gefstu aldrei upp og bjargaðu börnunum þínum frá andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi veikrar barnsmóðurs. Aldrei gefast upp. Berstu fyrir börnunum þínum.