2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

6,26 milljarða króna lífeyrissjóðslán á 3,77% vöxtum, lánað í áhættufjárfestingu til einkahlutafélags

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

,,Væri ekki nær að sjóðirnir kæmu að uppbyggingu á húsnæðismarkaði, hagkvæmum leiguíbúðum, sem hingað til hafa reynst vera öruggustu fjárfestingarnar og væru samfélaginu til góða í leiðinni?“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur að undanförnu gagnrýnt útlánastefnu lífeyrissjóðanna harðlega og m.a. í Kastljósinu í desember s.l. þar sem að hann lýsti vonbrigðum sínum m.a. Hér fjallar hann um eitt einstakt lán upp á milljarða til einkahlutafélags þar sem að hann telur að verið sé að veita lán sjóðsfélaga lífeyrissjóða í áhættusamt verkefni:
,,Hvert fara peningar lífeyrissjóðanna, iðgjöldin okkar, og á hvaða kjörum?  Þetta verkefni er fjármagnað af nokkrum íslenskum lífeyrssjóðum.
Árið 2016, 2. mars, gáfu Íslensk verðbréf út skuldabréfaúgáfuna IS0000026797 fyrir Lindarvatn ehf. Fyrir allt að 6,26 milljarða króna, til 30 ára á 3,77% vöxtum, verðtryggt. 3,1 milljarður var fyrsti hluti útgáfunnar og var greiddur til Lindarvatns ehf. Sem þurfti ekki að greiða fyrstu afborgun fyrr en í apríl 2018.
Heildarstaða útgafunnar stendur nú í tæpum 3,9 milljörðum af 6,26 milljarða heimild.

Til stóð að reisa lúxushótel sem Icelandair hótels hafa gert leigusamning um og átti hótelið að opna sumarið 2017. Síðar átti hótelið að verða klárt vorið 2019. Staðan í dag er sú að ekki er byrjað að steypa upp eða moka grunn og skuldir félagsins eru komnar í rúmlega 4,1 milljarð samkvæmt ársreikningi Lindarvatns ehf. Og einu peningarnir sem komnir eru í félagið koma frá lífeyrissjóðunum. Þess má geta að Icelandair hotels eru nú í söluferli.
Um er að ræða gíðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.
Þá spyr ég. Er það hlutverk lífeyrissjóða að koma að svona áhættufjárfestingum? Hvernig í ósköpunum má það vera að sjóðirnir koma að svona fjárfestingu, á kjörum sem almenningur eða önnur félög hefðu aldrei aðgang að. Þar sem aðeins er gerð krafa um 15% eiginfjárhlutfall að framkvæmdum loknum en eiginfjárhlutfall félagsins er ekki nema 11% í dag og framkvæmdir við hótelið eru ekki hafnar.
Ekki virðist séð hvernig þetta dæmi á að geta gengið upp.
Er virkilega boðlegt að sjóðirnir okkar stundi slíkar áhættufjárfestingar eins og raunin virðist vera með Lindarvatn ehf?
Væri ekki nær að sjóðirnir kæmu að uppbyggingu á húsnæðismarkaði, hagkvæmum leiguíbúðum, sem hingað til hafa reynst vera öruggustu fjárfestingarnar og væru samfélaginu til góða í leiðinni?