Lögreglan sagði að hún hefði fengið tilkynningu um dróna sem hefði verið flogið nálægt Heathrow flugvelli klukkan 17:05 að staðartíma. Allt flug liggur niðri, sagði samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og hann sagði jafnframt að hann væri í sambandi við flugvöllinn um atvikið og hafi einnig talað við varnarmálaráðherra um málið.
Blaðamaður BBC, Martin Roberts sagðist hafa verið að aka framhjá Heathrow flugvelli klukkan 17:45, þegar hann sá það sem að hann telur hafa verið dróna. ,,Ég gat séð um 300 fet uppi í lofti, mjög bjart, kyrrstætt blikkandi rautt og grænt ljós, yfir flugsvæðinu,“ sagði hann. ,,Ég fullyrði að þetta var dróni, með mjög áberandi ljós, en alls ekki þyrla.
Ljósin voru mjög nálægt jörðu og sáust mjög vel og hluturinn var kyrrstæður í loftinu en snéri sér rólega í hringi. Ég gat séð það mjög skýrt og vel, ég myndi segja að þetta hafi staðið yfir í um það bil fjórar til fimm mínútur.“ Flugumferð á Heathrow flugvelli í Lundúnum var stöðvuð í tæplega eina klukkustund undir kvöld vegna þessa gruns um að um hafi verið að ræða flug á dróna á svæðinu. 40 flugvélar tóku ekki á loft á réttum tíma í dag. 140,000 farþegar urðu fyrir ónæði vegna samskonar atviks á flugvellinum í Gatwick á tímabilinu 19. til 21 desember s.l. og 1000 flugum var aflýst þá.
Fylgst er náið með hugsanlegum drónum af lögreglunni og starfsmönnum vallarins.