• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 9. maí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Skattbreytingar á árinu 2019

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
8. janúar 2019
in Fréttir, Innlent
A A
0

Ýmsar samþykktar skattbreytingar munu koma til framkvæmda í ársbyrjun 2019. Hér verður farið yfir helstu efnisatriði þeirra. Nánari upplýsingar um einstakar breytingar er að finna í greinargerðum viðkomandi lagafrumvarpa og öðrum skjölum á vef Alþingis. 

Tekjuskattur einstaklinga og útsvar

Í ársbyrjun 2019 mun persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga taka breytingum. Persónuafsláttur hækkar um 4,7%, þar af um 3,7% vegna lögbundinnar verðlagsuppfærslu og um 1% í viðbót samkvæmt sérstakri lagabreytingu til bráðabirgða nú í desember. Þá verður hækkun fjárhæðarmarka milli skattþrepanna fyrir árið 2019 miðuð við vísitölu neysluverðs í stað launavísitölu og verður því hækkunin 3,7% milli áranna 2018 og 2019. Fjárhæðarmörk milli þrepa hækka því úr 893.713 kr. í 927.087 kr. á mánuði. Skattþrepin verða áfram tvö og skatthlutföll tekjuskatts til ríkisins óbreytt.
Miðað við fyrirliggjandi ákvarðanir sveitarstjórna munu tvö sveitarfélög hækka útsvar sitt um áramótin en önnur sveitarfélög hafa útsvarið óbreytt. Meðalútsvar í staðgreiðslu verður óbreytt, 14,44%. Skattleysismörkin í staðgreiðslu hækka um 4,7% og verða rúmlega 159 þús.kr. á mánuði, þegar tekið er tillit til frádráttar 4% iðgjalds í lífeyrissjóð.
Nánari upplýsingar er að finna í sérstakri frétt ráðuneytisins um breytingar á persónuafslætti, skattleysismörkum o.fl. sem birtist samhliða þessari frétt. Fjárhæðir og innheimtuhlutföll í staðgreiðslu á árinu 2019 verða einnig birt í auglýsingu á vef Stjórnartíðinda á næstu dögum.
Meðfylgjandi tafla sýnir skatthlutföll tekjuskatts og útsvars, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk árin 2018 og 2019.

Skatthlutföll, persónuafsláttur, skattleysismörk og þrepamörk 2018 2019
Tekjuskattur til ríkis
1. þrep 22,50% 22,50%
2. þrep 31,80% 31,80%
Meðalskatthlutfall útsvars í staðgreiðslu 14,44% 14,44%
Skatthlutfall samtals í staðgreiðslu
1. þrep 36,94% 36,94%
2. þrep 46,24% 46,24%
Persónuafsláttur (kr./mán.) 53.895 56.447
Þrepamörk milli skattþrepa (kr./mán.) 893.713 927.087
Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars í staðgreiðslu (kr./mán.)
Án tillits til frádráttar 4% iðgjalds 145.899 152.807
Með tilliti til frádráttar 4% iðgjalds 151.978 159.174
Skattleysismörk tekjuskatts til ríkissjóðs (kr./mán.)
Án tillits til frádráttar 4% iðgjalds 239.533 250.876
Með tilliti til frádráttar 4% iðgjalds 249.514 261.329

 
Þá er rétt að benda á að almennt úrræði um úttekt iðgjalda sem greidd eru í séreignarlífeyrissjóð til að kaupa fasteign eða greiða niður lán fellur brott um mitt ár 2019. Stuðningur vegna kaupa á fyrstu fasteign helst hins vegar óbreyttur.

Barnabætur

Fjárhæðir barnabóta hækka um 5% milli áranna 2018 og 2019 og tekjuskerðingarmörk um rúmlega 24% milli ára. Jafnframt var tekjuskerðing barnabóta aukin hjá tekjuhærri fjölskyldum til þess að tryggja að hækkun þeirra gagnist fyrst og fremst fjölskyldum sem hafa lægri tekjur. Skerðingarhlutföll sem eru 4%, 6% eða 8% eftir fjölda barna verða óbreytt upp að 5,5 millj.kr. árstekjum hjá einstæðum foreldrum og 11 millj.kr. hjá hjónum/sambýlisfólki en við tekjur umfram þau mörk hækka skerðingarhlutföll um 1,5 prósentustig og verða 5,5%, 7,5% og 9,5%. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárhæðir barnabóta ásamt skerðingarmörkum árin 2018 og 2019.

Barnabætur (kr./ári) 2018 2019
Hjón/sambúðarfólk
Fyrsta barn 223.300 234.500
Barn umfram eitt 265.900 279.200
Einstæðir foreldrar
Fyrsta barn 372.100 390.700
Barn umfram eitt 381.700 400.800
Viðbót með hverju barni undir 7 ára 133.300 140.000
Neðri skerðingarmörk
Hjón/sambúðarfólk 5.800.000 7.200.000
Einstæðir foreldrar 2.900.000 3.600.000
Efri skerðingarmörk
Hjón/sambúðarfólk – 11.000.000
Einstæðir foreldrar – 5.500.000

Vaxtabætur

Fjárhæðir hámarksvaxtagjalda og -vaxtabóta hækka um 5% og eignarmörk bótanna um 10% milli áranna 2018 og 2019. Helstu kennitölur kerfisins koma fram í meðfylgjandi töflu.

Vaxtabætur (kr./ári) 2018 2019
Hámark vaxtagjalda
Einhleypingar 800.000 840.000
Einstæðir foreldrar 1.000.000 1.050.000
Hjón/sambúðarfólk 1.200.000 1.260.000
Eignarmörk vaxtabóta
Einhleypingar/einstæðir foreldrar 4.500.000 5.000.000
Hjón/sambúðarfólk 7.300.000 8.000.000
Hámarka vaxtabóta
Einhleypingar 400.000 420.000
Einstæðir foreldrar 500.000 525.000
Hjón/sambúðarfólk 600.000 630.000

Tryggingagjald

Skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækkar um 0,25 prósentustig í ársbyrjun 2019, úr 5,40% í 5,15%. Tryggingagjald í heild ásamt öðrum gjöldum sem reiknast á sama stofn í staðgreiðslu lækkar úr 6,85% í 6,60%, sbr. meðfylgjandi töflu.
 

Tryggingagjald 2018 2019
Tryggingagjald, samtals 6,85% 6,60%
Almennt tryggingagjald 5,40% 5,15%
Atvinnutryggingagjald 1,35% 1,35%
Gjald í Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota 0,05% 0,05%
Markaðsgjald 0,05% 0,05%

Krónutölugjöld

Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak o.fl. hækka almennt um 2,5% um áramótin. Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hækkunin er minni en sem nemur áætlaðri verðbólgu ársins og því lækka þau að raungildi á næsta ári. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10% í samræmi við þá stefnu að hvetja til orkuskipta í samgöngum. Helstu krónutölugjöld árin 2018 og 2019 eru sýnd í meðfylgjandi töflu.

Helstu krónutölugjöld 2018 2019
Bensín- og olíugjöld (kr./ltr.)
Almennt vörugjald á bensín 27,35 28,05
Sérstakt vörugjald á bensín 44,10 45,20
Olíugjald 61,30 62,85
Kolefnisgjald
Gas- og dísilolía (kr./ltr.) 9,45 10,40
Bensín (kr./ltr.) 8,25 9,10
Brennsluolía (kr./kg) 11,65 12,80
Jarðolíugas (kr./kg) 10,35 11,40
Bifreiðagjald (kr.)*
Grunngjald bifreið < 3.500 kg. 5.925/142 6.075/146
Grunngjald bifreið > 3.500 kg. 55.510/2,37/87.375 56.900/2,43/89.560
Kílómetragjald (kr./km.)
Kílómetragjald (allir gjaldflokkar hækka um 2,5%)
Áfengisgjald (kr./cl.)
Bjór 119,60 122,60
Léttvín 108,95 111,65
Sterkt vín 147,40 151,10
Tóbaksgjald
Vindlingar (kr./pk.) 491,05 503,35
Neftóbak (kr./gr.) 27,30 28,00
Annað (kr./gr.) 27,30 28,00
*Sýnt er grunngjald á hvert ökutæki, einingagjald á hvert gr. umfram 121 gr. CO2 og hámarksgrunngjald.

 

Vörugjöld á bílaleigubifreiðar

Í ársbyrjun mun skattastyrkur í formi afsláttar af vörugjöldum sem bílaleigur hafa notið við innflutning bifreiða vera afnuminn. Hámark afsláttarins var 250 þús.kr. á hverja bifreið árið 2018 en frá og með 1. janúar nk. munu bílaleigur greiða sama vörugjald og greitt er af fólksbifreiðum almennt.

Aukatekjur

Aukatekjur ríkissjóðs hækka í samræmi við vísitölu neysluverðs. Mörg þessara gjalda hafa haldist óbreytt frá árinu 2010 og hækka því um tæplega 30% sem endurspeglar hækkun vísitölu neysluverðs yfir sama tímabil.

Fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð

Áætluð áhrif þeirra skattabreytinga sem fjallað er um hér að framan má sjá í eftirfarandi töflu.

Áhrif skattabreytinga 2019 á ríkissjóð (m.kr.) Tekjur Útgjöld*
Viðbótarhækkun persónuafsláttar og minni hækkun þrepamarka einstaklinga -1.700
Hækkun barnabóta og skerðingarmarka 1.800
Hækkun vaxtabóta og skerðingarmarka 400
Lækkun tryggingagjalds um 0,25%-stig -4.000
Hækkun krónutölugjalda um 2,5% 1.600
Hækkun á útvarpsgjaldi og gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra um 2,5% 180
Hækkun kolefnisgjalds um 10% 550
Afnám afsláttar af vörugjaldi bílaleigubifreiða 1.250
Hækkun aukatekna 500
Samtals -1.620 2.200
*Breyting milli ára

 

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Brúin yfir Ölfusá verður lokuð

    Ölfusárbrú lokað

    212 deilingar
    Share 85 Tweet 53
  • Selja atvinnuleyfi á níu milljónir til útlendinga – Ólögleg sala atvinnuleyfa til Íslands

    46 deilingar
    Share 18 Tweet 12
  • Mannslát – gæsluvarðhald

    37 deilingar
    Share 15 Tweet 9
  • Bankareikningum Flokks fólksins lokað í Arion banka

    26 deilingar
    Share 10 Tweet 7
  • Kvörtuðu yfir meintum ólöglegum símhlerunum – Fengu margra ára fangelsisdóma fyrir glæpi

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?