ENGIN LEIT = ENGIN LOÐNA
þannig lítur fyrirsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem eru hagsmunasamtök fyrir kvótaþega á Íslandi út, en forveri þess var LÍÚ eða landssamband útgerðarmanna. Þar stilla samtökin ríkinu upp við vegg með hótun um að ef að ekki verði leitað að loðnu á kostnað ríkisins, þá verði engin loðna veidd. Kristinn Hrafnsson vakti athygli á málinu.
Ríkið hefur umsvifalaust samþykkt að niðurgreiða kostnað kvótaþeganna um helming vegna leitar þeirra af fiski sem þeir sjálfir hafa tekjur og arð af eins og kemur fram á síðu hans. Umræða hefur verið um að bjóða út kvótann á EES svæðinu vegna óánægju með hlægilega lág veiðigjöld sem kvótaþegar á Íslandi greiða til þjóðarinnar, eins og áður hefur verið greint frá, miðað við veiðigjöld hjá öðrum þjóðum sem greiða margfalt betur til eigenda sjávarauðlindarinnar. Þá hafa veiðigjöld útgerða til þjóðarinnar hrapað um marga milljaðra á s.l. tveimur árum.
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fletti m.a. ofan af Samherjamálinu í Namibíu segir um málið:
,,Það liggur fyrir að aðgangsgjald útgerðarinnar að auðlindinni stendur núna tæpast undir kostnaði almennings við stoðþjónstu við útgerðina.
En það er ekki nóg. Nú vill útgerðin líka fá borgað fyrir að leita að loðnunni sem hún ætlar síðan að veiða og græða á.
Þetta hlýtur að teljast Evrópumet í ósvífni innanhúss, án atrennu.“
Á heimasíðu sfs.is sem er síða hagsmunasamtaka kvótaþeganna segir:
,,ENGIN LEIT – ENGIN LOÐNA
Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar. Stjórnvöld hafa ekki yfir fullnægjandi skipakosti að ráða sem þarf til leitar og þau hyggjast ekki nýta sér aðra kosti í stöðunni, sem þeim þó stendur til boða; það er að semja við aðila um að annast hluta verkefnisins. Slíkt fyrirkomulag er þó vel þekkt. Að óbreyttu eru því ekki líkur á loðnuveiðum í vetur.
Andvaraleysi stjórnvalda verður að teljast heldur nöturlegt; fyrir fyrirtæki sem fjárfest hafa í skipum, búnaði og markaðssetningu fyrir milljarða króna, fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra, fyrir sveitarfélög og fyrir samfélagið allt.
Öflugar hafrannsóknir eru forsenda þess að sjávarauðlindin sé nýtt með sjálfbærum hætti og þannig stutt við efnahagslega velsæld. Á umliðnum árum hefur mikilvægi hafrannsókna aukist mjög meðal annars vegna breytinga í umhverfinu og sjónum. Auk þess gera erlendir kaupendur þá kröfu til fiskveiðiþjóða að veiðar á villtum fiski séu studdar af ítarlegum og hlutlausum rannsóknum.
Mælingar á grundvelli aflareglu loðnu eru erfiðar í framkvæmd og krefjast mikils skipatíma, enda veður hér við land válynd og loðnan dyntótt. Nú er hins vegar svo komið að stjórnvöld hafa aðeins til umráða eitt hafrannsóknaskip, Árna Friðriksson. Miðað við þær kröfur sem gildandi aflaregla gerir til loðnuleitar, þá dugir það skip, eitt og sér, ekki til þess að ná heildstæðri mælingu þannig að líkur séu á því að loðnukvóti verði gefinn út. Nauðsynlegt er að hafa fleiri skip við mælingu á loðnu, helst þrjú til fjögur.
Því miður virðist þetta samhengi stjórnvöldum hulið, þrátt fyrir að verðmæti loðnunnar hlaupi á tugum milljarða króna á ári. Í augum stjórnvalda eru hafrannsóknir kostnaður, en ekki grunnforsenda verðmætasköpunar. Þessi misskilningur gæti reynst dýrkeyptur.“
VEIÐIGJÖLD 2020, LÆKKA UM 30% – 6,5 milljarðar króna lækkun
https://gamli.frettatiminn.is/2020/01/07/veidigjold-2020-laekka-um-30-65-milljardar-krona-laekkun-fra-2018/