165% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu
Verðalag á áfengi var 165% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu að jafnaði árið 2019 samkvæmt tölum frá Eurostat, hagstofu sambandsins. Hvergi, í þeim 37 Evrópulöndum sem borin voru saman, var verðlagið hærra eins og sést á myndinni að ofan.
Þá er samanlagt hæsta verðlag á matvöru og drykkjarvöru í þriðja sæti á eftir Sviss og Noregi en þá er ekki tekið tillit til launa í þeim löndum eða kaupmáttar.
Umræða