8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Rík­is­sjóður fái a.m.k. 75% af um­fram­arði í sjáv­ar­út­vegi með veiðigjöld­um og/​eða upp­boði á kvóta

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Í skýrslu Stef­áns Ólafs­son­ar pró­fess­ors og Indriða H. Þor­láks­son­ar fyr­ir Efl­ingu er það lagt til að veiðigjöld verði hækkuð veru­lega og að auðlinda­gjald verði inn­heimt við orku­fram­leiðslu, fisk­eldi og ferðaþjón­ustu. Gjald­taka eigi að miðast við að rík­is­sjóður fái í sinn hlut að minnsta kosti 75% af um­fram­arði í sjáv­ar­út­vegi með veiðigjöld­um og/​eða upp­boði á kvóta. Breyt­ing­arnar eru rök­studd­ar með full­yrðingu um að ekki hafi verið tryggt að þjóðin fái rétt­mæta hlut­deild í arðinum þegar nýt­ing­ar­rétt­ur auðlinda í eigu rík­is og sveit­ar­fé­laga er í hönd­um einkaaðila.
Í skýrsl­unni er fjallað um að leiðir verði kannaðar til þess að leggja auðlinda­gjald (aðstöðugjald eða upp­boð) á þá aðila sem fengið hafa einka­rétt til nýt­ing­ar á nátt­úru­auðlind­um til ferðaþjón­ustu. Þá leggja þeir til að sér­stakt orku­gjald verði lagt á sölu orku til stóriðju sem taki mið af mis­mun af orku­verði til stóriðju á Íslandi og í Evr­ópu.
Varðandi fisk­eldi og námu­vinnslu er lagt til að auðlinda­gjald verði lagt á leyfi til slíkr­ar nýt­ing­ar nátt­úru­auðlinda og að unnið verði að frek­ari breyt­ing­um á inn­heimtu veiðigjalda af sjáv­ar­út­vegi.
Þá segir jafnframt í skýrslunni að „Þrátt fyr­ir ákvæði stjórn­ar­skrár og laga um eign þjóðar­inn­ar á nátt­úru­auðlind­un­um hef­ur þeim verið ráðstafað til einkaaðila án eðli­legs end­ur­gjalds.
Breyt­ing á því er í senn rétt­læt­is­mál og tekju­lind fyr­ir rík­is­sjóð sem get­ur í staðinn létt skött­um af al­menn­ingi,“