Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingi frá Matfugli seldum undir merkjum Bónus, Ali eða FK með framleiðslulotunúmeri 215-19-01-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) og pökkunardag 03.02.2020 – 07.02.2020. Matfugl hefur stöðvað dreifingu og innkallað kjúklinginn.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vöruheiti: Ali, Bónus, FK
Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
Lotunúmer: 215-19-01-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) með pökkunardag 03.02.2020 – 07.02.2020
Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Nóatún
Neytendum sem keypt hafa kjúklinginn er bent á að skila honum í viðkomandi verslun eða til fyrirtækisins að Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.
Umræða