Fréttatíminn hefur fylgst vel með neytendamálum og mun halda því áfram. Á dögunum birti FÍB sláandi tölur um verðmun á bifreiðatryggingum hér á landi miðað við verð í nágrannalöndunum sem við berum okkur saman við. Þar kom m.a. fram að með lækkandi slysatíðni þá hækkuðu iðgjöldin og ekkert samræmi væri í verðlagningu. Þá kom jafnframt fram að engin raunveruleg samkeppni væri á tryggingamarkaði á Íslandi. Hér að neðan er reynslusaga neytanda:
Tryggingarnar í eitt ár á Íslandi
,,Ég á svona bíl Reno árgerð 2018. Sem er nú ekki stórt mál. það kostar 150.000. kr að tryggja hann hér á landi. Undirvagn er ekki tryggður í kaskói á Islandi.
Í Svíþjóð kostar sami bíll í tryggingu al kaskó þá er undirvagn tryggður 2.585 kr sænskar sem er 40.067 kr íslenskar.
Í Englandi kostar sami bíll í tryggingu sem er Alkaskó líka og undirvagn er tryggður 197 pund sem er 34.672.
Þetta væri nú eitthvað fyrir Verkalýðshreyfinguna að skoða fyrir sína umbjóðendur. Á Norðurlöndum býður Alþýðusambandið á Norðurlöndunum út allar tryggingar fyrir sína félagsmenn. Okkur mundi muna um svoleiðis gjörning hér á landi. Eldri borgarar á Íslandi ættu að skoða þetta hvað ætli við eldri borgarar eigum marga bíla það væri góður pakki til að bjóða út. Deilið fyrir okkur.“
Tryggingarnar eitt ár á Íslandi.
Ég á svona bíl Reno árgerð 2018. Sem er nú ekki stórt mál. það kostar 150.000. kr að…Posted by Sigurður Þorleifsson on Saturday, 16 January 2021
https://gamli.frettatiminn.is/23/11/2020/bilatryggingar-eru-50-til100-dyrari-her-en-a-hinum-nordurlondunum/?fbclid=IwAR0koO5SM8c_S1HTgyC7Gbvno441JfMXFDsOvH2KmjFoQX4eU2-OJqCzl_U