Bílasala í Reykjavík sendi frá sér tilkynningu í síðustu viku um að hún sæi sér ekki fært að taka á móti greiðslukortum vegna þúsunda prósenta hækkunar á færslugjöldum ef fólk ætlaði sér að greiða fyrir bílaviðskipti með greiðslukortum sbr. hér að neðan. Ítrekað var reynt að hafa samband við kortafyritækið án árangurs:
,,Vegna GRÍÐARLEGRAR HÆKKUNAR á þóknun til SALT (áður BORGUN) fyrir allar færslur í posa TÖKUM VIÐ ÞVÍ MIÐUR EKKI LENGUR VIÐ GREIÐSLUM MEÐ POSA! Það kostar ekkert að millifæra! Gerum undantekningar með 0,4% þóknun af greiðslu.
- Dæmi um verðhækkun:
- Fjárhæð Áður – EFTIR Hækkun
- 1.000.000 kr. 450 kr. 3.400 kr. 756%
- 2.000.000 kr. 450 kr. 6.800 kr. 1.511%
- 3.000.000 kr. 450 kr. 10.200 kr. 2.267%“
Umræða