Vetrarfærð er um allt land og víða ófært á vegum. Nánari upplýsingar um færð er að finna á færðarkorti Vegagerðarinnar.
Höfuðborgarsvæðið
Snjóþekja og snjókoma er á vegum en unnið er að mokstri. #færðin
SuðvesturlandSuðvesturland
Hálka og er á Reykjanesbrautinni og hálka eða snjóþekja víða á öðrum vegum. Ófært er á Lyngdalsheiði. Þæfingsfærð er á Krýsuvíkurvegi, norðan við Þorlákshöfn og í kringum Þingvallavatn. Á flestum leiðum er skafrenningur og skyggni slæmt. #færðin
Hellisheiði
Vegurinn er lokaður vegna veðurs og staðan verður metin með morgninum þegar veður fer batnandi. #færðin
Þrengsli
Vegurinn er lokaður vegna veðurs og staðan verður metin með morgninum þegar veður fer batnandi. #færðin
VesturlandVesturland
Snjóþekja er á flestum vegum en þæfingur eða þungfært á nokkrum leiðum á Snæfellsnesi. Víða er slæmt skyggni sökum éljagangs eða skafrennings. #færðin
Holtavörðuheiði
Búið er að opna veginn, þar er hálka og skafrenningur. #færðin
VestfirðirVestfirðir
Flestir vegir eru ófærir en þæfingsfærð er á Þröskuldum og færðin þar slæm. Þungfært er á Mikladal og ófært á Hálfdán en mokstur þar er hafinn. #færðin
Klettsháls
Beðið er með mokstur vegna veðurs. #færðin
Kleifaheiði
Beðið er með mokstur vegna veðurs. #færðin
Dynjandisheiði
Vegurinn er lokaður. #færðin
Flateyrarvegur
Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðahættu. #færðin
Súðavíkurhlíð
Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðahættu. #færðin
NorðurlandNorðurland
Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði og skafrenningur. Snjóþekja, þæfingur eða hálka á öðrum leiðum. #færðin
Siglufjarðarvegur
Óvissustig er á veginum vegna snjóflóðahættu #færðin
Ólafsfjarðarmúli
Óvissustig er á veginum vegna snjóflóðahættu. #færðin
Víkurskarð
Vegurinn er lokaður. #færðin
AusturlandAusturland
Snjóþekja eða hálka á flestum leiðum og skafrenningur víða. #færðin
SuðausturlandSuðausturland
Hálka eða snjóþekja og éljagangur víða. Þæfingsfærð er frá Kvískerjum að Höfn. #færðin
SuðurlandSuðurland
Hálka er á Hringvegi en snjóþekja á öðrum leiðum. Skafrenningur og blint getur verið á vegum. #færðin
Undir Eyjafjöllum
Brúin yfir Kelduál á Sandhólmavegi (247) er skemmd og er þar 5 tonna ásþungi. #færðin