-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Allar skerðingar og neikvæð orðræða í burt

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

,,Við verðum ekki heiladauð við það eitt að verða 67 ára“

Að verða 67 ára þýðir ekki að það það sé leyfilegt að tala niður til okkar, kalla okkur þurfalinga, byrgði á þjóðfélaginu og að heimilt sé að skerða áunnin rétt okkar um 45% eftir að við höfum greitt skatta og skyldur af þeim eftirlaunum sem við fáum.

Við þurfum að koma þeim skilaboðum á framfæri af ákveðni og festu við alþingismenn og ráðamenn þjóðarinnar að það sé alrangt að halda því fram í opinberri umræðu og í framkvæmd með skerðingum eftirlauna frá tryggingastofnun (neita að kalla eftirlaun ellilífeyrir ) að grunnstoð eftirlaunakerfisins sé lífeyrissjóðirnir og síðan komi almannatryggingar.
Wilhelm Wessam skrifar

Þetta heitir að snúa samleikanum upp í andhverfu sína.
Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir sem viðbót við almannatryggingakerfið með lögum frá 1969. Þeir eru söfnunarsjóðir, en ekki gegnumstreymissjóðir eins á hinum Norðurlöndunum
Hér á Íslandi fóru fram umræður að stofna Lífeyrissjóð Íslands í sama tilgangi og ATP-sjóðirnir á hinum Norðurlöndunum. Endirinn var þó sá að í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í maí 1969 var samþykkt að koma á fót lífeyrissjóðum á stéttarfélagsgrunni og að þátttaka sjóðfélaga yrði almenn og skyldubundin.
Lífeyrissjóðirnir íslensku áttu sem sagt að koma til viðbótar við greiðslur almannatrygginga. Greiðslu fyrirkomulagið sannar þetta,en bæði hluti launþega og atvinnurekanda eru tekin af launum.
Fjölmiðlar þurfa að breyta sínum fréttaflutningi af málefnum eldriborgara. Í fjölmiðlum í dag birtast þeir oftast sem þurfalingar á flókaskóm með hjólagrindur. Við verðum ekki heiladauð við það eitt að verða 67 ára. Eldri borgarar búa yfir gífurlegri þekkingu og reynslu sem nýst gæti atvinnulífinu vel á þeim miklu umbrotatímum sem eru í dag.
Tilkoma Gráa hersins sýndi og sannaði að við eldri borgar sættum okkur ekki lengur við það misrétti sem við erum beitt, með tekjutengingum sem þýða lágar greiðslur frá TR eftir langann starfsaldur. Okkar slagorð frá byrjun hefur verði allar skerðingar í burt.
Nú styttist óðum í að skipulagsskrá Málsóknarsjóðs Gráa hersins liggi fyrir, en við í nefndinni ásamt lögmönnum erum að leggja lokahönd á verkið.
Þegar þar að kemur þurfum við á víðtækri samstöðu að halda. Wilhelm Wessam skrifaði greinina sem að birtist fyrst á vef gráa hersins.