Stefndi, dæmdur til að greiða í skaðabætur vegna fjártjóns og miska en 686.796 kr. til hjónanna en gert að greiða lögfræðikostnað upp á 1.300.000 krónur í málskostnað
Áströlsk hjón sem voru á ferðalagi hér á landi í byrjun árs 2017 og höfðu ráðgert að fara af landi brott 8. janúar til Barcelona þar sem til stóð að halda áfram að ferðast, urðu að breyta þeirri áætlun.
Því þann 5. janúar 2017 fóru þau í skipulagða ferð með fyrirtækinu Mountaineers of Iceland, en þau stefndu rekstraraðila þess félags. Þau höfðu keypt ferðina nokkru áður, en í henni fólst að farþegar voru sóttir, ekið var með þá Gullna hringinn og komið við á Gullfossi en að lokum var farið með hópinn í vélsleðaferð frá Skálpanesskála. Alls voru 34 farþegar í ferðinni, þar af tvö börn.
Samkvæmt gögnum málsins hljóðaði veðurspá Veðurstofu Íslands sem gefin var út kl. 9 að morgni þennan dag fyrir svæðið þar sem vélsleðaferðin var farin upp á 18-25 metra á sekúndu. Þá um morguninn hafði Veðurstofan einnig gefið út stormviðvörun fyrir svæðið. Lagt var af stað með þann hóp sem stefnendur voru í klukkan 12.45. Tveir og tveir farþegar voru á hverjum sleða en sleðarnir voru alls 17. Alls voru fjórir leiðsögumenn með hópnum.
Veður versnaði skyndilega og leiðangurinn snéri við. Þegar komið var niður í hús kom í ljós að það vantaði einn sleða eftir nafnaköll, á þeim sleða voru hjónin og hefðu þá verið gerðar ráðstafanir til að finna hitt fólkið á 11 sleðum og leit hafist.
Dæmt var í málinu í dag og er dómurinn langur og ítarlegur og hægt að lesa hann hér, en dómsorð voru þau að: Stefndi, Skálpi ehf. greiði stefnendum, [A] og [B], 86.796 kr. í skaðabætur vegna fjártjóns en 600.000 kr. í bætur vegna miska, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 5. janúar 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af sömu fjárhæð frá 31. maí 2018 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnendum óskipt 1.300.000 krónur í málskostnað.