Suðurland – Austan hríð (Gult ástand)
Suðausturland – Austan hríð (Gult ástand)
Hugleiðingar veðurfræðings
Veðurhorfur á landinu
Austan átt, 10-18 m/s og skýjað með köflum, en 18-23 syðst á landu og snjókoma eða slydda. Hægari vindur og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 3 stig sunnan- og vestantli, en annars frost 2 til 10 stiga frost, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Austlæg eða breytileg átt á morgun, víða 5-13 m/s. Snjókoma með köflum, en þurrt að mestu um landið norðvestanvert. Dregur úr frosti.
Spá gerð: 08.03.2019 10:51. Gildir til: 10.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en stöku él við suðurströndina. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust suðvestanlands.
Á mánudag:
Vaxandi austlæg átt og þykknar upp, austan 8-15 m/s síðdegis og víða rigning á láglendi, en úrkomulítið norðvestantil á landinu. Hiti í kringum frostmark.
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda með köflum en þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku él um vestanvert landið, annars þurrt. Hiti 0 til 3 stig en vægt frost inn til landsins.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt, víða 8-15 m/s. Rigning á láglendi en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 08.03.2019 08:25. Gildir til: 15.03.2019 12:00.