Þýsk yfirvöld hófu að rannsaka dauðsföll hjá fyrirtæki í stáliðnaði í maí í fyrra, eftir að starfsmaður var grunaður um að reyna að eitra mat samstarfsmanns. Lögreglan fann kvikasilfur, blý og kadmíum á heimili mannsins.
Maðurinn sem vann sem vélvirki hjá fyrirtækinu, var handtekinn í bænum Schloß Holte-Stukenbrock, í norðvestur Þýskalandi. Lögreglan telur að hann sé ábyrgur fyrir allt að 21 dauðsfalli, á fólki sem að starfaði fyrir fyrirtækið.
Lögreglan fékk ábendingu um hinn 57 ára mann í maí á s.l. ári, eftir að einn vinnufélaga hans tók eftir óþekktu hvítu dufti á mat sem hann hugðist borða. Fórnarlambið varaði yfirmenn sína við og bað þá um að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Þær sýndu hinn grunaða, bæta óþekktu efni í hádegismat samstarfsmanna sinna.
,,Í upphafi héldum við að þetta væri misskilningur eða hrekkur en ekki morðtilraun,“ sagði Tilo Blechinger, framkvæmdastjóri fyrirtækisins ARI Armaturen, við fréttastofuna DPA.
En svo kom í ljós að um var að ræða morðtilraun eftir að stjórnvöld höfðu efnagreint duftið sem blý tegund sem er mjög eitruð og er næstum bragðlaust efni sem gæti valdið mjög alvarlegum líffæraskaða.
Eitrað fyrir yfir tuttugu manns?
Lögreglan leitaði á heimili mannsins og fann þar efni sem notuð voru til að gera eitrið, þar á meðal kvikasilfur, blý og kadmíum.
Stjórnvöld komust að því eftir mikla rannsóknarvinnu að 21 starfsmenn höfðu látist hjá fyrirtækinu, síðan 2000. Tveir starfsmenn fyrirtækisins voru þá í dái og annar maður er í rannsókn hjá læknum. Margir starfsmennirnir voru úrskurðaðir látnir af völdum krabbameins og hjartaáföllum, en dauðsföllin gætu hafa stafað af eitruðum málmum, samkvæmt opinberri rannsókn.
Lögreglan stofnaði 15 manna teymi til þess að rannsaka dauðsföllin og þeim m.a. falið að eiga viðtöl við ættingja fórnarlambanna og lækna sem fengust við meðferð hinna látnu. Einnig eru uppi áform um að grafa upp lík og athuga með hvort að í þeim finnist eitrið.
Maðurinn starfað hjá ARI Armaturen í 38 ár, að sögn Blechinger framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem lýsir manninum sem „hæglátum og lítið áberandi manni.“ Maðurinn hefur valið að vera þögull eftir handtökuna í fyrra og ekki gefið upp neinar upplýsingar.