0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Grunnskólanemar mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum þriðja föstudaginn í röð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Á milli 3–400 fóru í verkfall fyrir loftslagið í hádeginu í dag, föstudaginn 8. mars. Mikill fjöldi grunnskólanema var á svæðinu. Þeir tóku til máls, lýstu yfir áhyggjum sínum af loftslagsbreytingum og kröfðu stjórnvöld um aðgerðir.
Næsta föstudag heldur verkfallið áfram, með kröfugöngu sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 12 og gengur niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Austurvelli þar sem kröfufundur verður haldinn. Verkfall fyrir loftslagið er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, innblásinni af hinni sænsku Gretu Thunberg.