Eldur var í skúr nærri Elliðavatni í nótt, en skúrinn brann til kaldra kola og ekki er vitað um eldsupptök. Einnig kom upp eldur í Seljaskóla, um var að ræða minniháttar eld og tók slökkvistarf um klukkustund. Líklegt er að kviknað hafi í út frá rafmagni.
Þá var ekið á unga stúlku í hverfi 112, ekki er vitað um meiðsl hennar. Maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa haft í hótunum við starfsmenn Gistiskýlinsins. Þegar lögregla mætti á staðinn neytaði hann að gefa upp nafn og kennitölu. Hann vistaðu í fangaklefa.
Talsverður erill hjá lögreglu í nótt þar sem mikið var um aðstoðarbeiðni vegna ölvunar bæði á og við skemmtistaði borgarinar og í heimahúsum. Tæp hundrað mál skrá hjá lögreglu eftir nóttina
Maður handtekin í hverfi 101 vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðborginni. Hann vistaður í fangaklefa. Maður var handtekin vegna líkamsárásar í miðbænum, maðurinn vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að hlaupa á brott en lögregla hljóp hann uppi. Þolandi fluttur á slysadeild til aðhynningar
Maður var handtekinn í Hafnarfirði vegna húsbrots, og var hann vistaðu í fangklefa. Tíu ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar og eða fíkniefnaakstur. Skráningamerki voru fjarlægð af 16 ökutækjum þar sem þau voru annað hvort ótryggð eða höfðu ekki verið færð til skoðuna á tilsettum tíma.