Dagskrárliður nr.39 á fundi Borgarráðs í gær var stórmerkilegur:
Borgarstjóri lagði fram tillögu sína um að setja á laggirnar sérstakan rannsóknarrétt sem beita skal gegn kjörnum borgarfulltrúum.
Verði tillagan samþykkt öðlast téður rannsóknarréttur rétt til að boða undirritaðan, Vigdísi Hauks eða hvern þann borgarfulltrúa sem henta þykir inn til yfirheyrslu.
Allt sem til þarf er að einhverjum innan borgarkerfisins líki ekki eitthvað í fari viðkomandi borgarfulltrúa eða störfum hans.
Rannsóknarréttinn skulu skipa:
Þau munu jafnframt sjá um yfirheyrslur, skýrslugerð vegna þeirra og tilheyrandi.
Nú skyldi einhver halda að þetta sé grín, en svo er ekki…..
Verði tillagan samþykkt, er ljóst að öflugt þöggunarvopn hefur verið skapað.
Hvað næst???
Hér er svo bókun okkar vegna málsins, en frestast með málinu:
Nú á að skipa sérstakan rannsóknarrétt í ráðhúsinu á pólitískum grunni.
Skulu dómarar réttarins vera pólitískt kjörnir fulltrúar sem fara með embætti borgarstjóra og formanns borgarráðs.
Tillöguflytjandi virðist ekki skilja vinnuréttarsamband kjörinna fulltrúa við Reykjavíkurborg. Borgarstjóri er ekki yfirmaður kjörinna fulltrúa, það eru kjósendur í Reykjavík.
Að setja upp sérstakt kvörtunarborð fyrir starfsfólk Reykjavíkur vegna kjörinna fulltrúa er fordæmalaust. Kjörnir fulltrúar sem í minnihluta eru hverju sinni hafa sárasjaldan samskipti við starfsfólk borgarinnar. Öðru máli gegnir um embættismenn sem sitja fundi ráða og þurfa að svara fyrir erfið mál meirihlutans.
Það er skylda kjörinna fulltrúa að gagnrýna málflutning þeirra á fundum sem því miður eru allir lokaðir almenningi.
Vegna framkomu og orðræðu á fundum varð varaborgarfulltrúi Miðflokksins að leggja fram tillögu um að allir lokaðir fundir yrðu teknir upp svo sönnunargögn væru til, svo hægt væri að bera af sér sakir.
Tillagan var felld af meirihlutanum.
Rannsóknarréttartillagan er ekki borin uppi af tilvísunum í lög eða reglugerðir og því algjörlega marklaus. Hún er einungis aum tilraun til að þagga niður í gagnrýnum röddum kjörinna fulltrúa,
sem eru að vinna þá skyldu sína að benda á og útskýra alla þá áfellisdóma sem á borginni hafa dunið undanfarin misseri af eftirlitstofnunum ríkisins.
— at Ráðhús Reykjavíkur.