,,Mjög vonsvikin yfir aðgerðaleysi stjórnvalda og clusterfokki sóttvarnarlæknis“
Hildur Sif Thorarensen og Guðmundur Franklín Jónsson ,,stofnuðu þessa síðu um miðjan febrúar eftir að hafa fylgst með þróuninni á þessari kórónuveiru í Kína frá 23 janúar. Í stuttu máli leist okkur ekki á tölfræðina og sáum strax að um mikinn vágest var að ræða.“
,,Á síðunni finnur þú nýjustu fréttir frá stóru heimsfjölmiðlunum ásamt okkar lókal fjölmiðum og greinar úr ritrýndum virtum vísindaritum. Einnig höfum við gert 4 podcast þætti sem heita “Hin Hliðin” um veiruna og hliðarverkanir. Finna má þá á Spotify og Soundcloud.
Einnig er ég með Youtube þætti undir Guðmundur Franklín Jonsson, þar sem ég er að tala um sama málefni. Við höfum verið að vara við veirunni í einn og hálfan mánuð og erum enn mjög vonsvikin yfir aðgerðaleysi stjórnvalda og clusterfokki sóttvarnarlæknis.
Ég er á leiðinni heim til Íslands með Norrænu á morgun, mér dettur ekki í hug að fljúga. Ég á háaldraða móðir heima og 3 börn, systkyni, frænkur og frændur. Nú ætla ég heim til að passa uppá fjölskylduna mína næstu mánuði sem er skylda mín. Allt annað eru aukaatriði.
Það verða engar færslur frá mér þangað til á fimmtudaginn í næstu viku. Á morgun, á leiðinni í Norrænu ætla ég þó að vera með beina útsendingu um það sem ég vil sjá gert strax heima vegna veirunnar og það sem má betur fara, áður en það verður of seint.“
Ég er á leiðinni heim til Íslands með Norrænu á morgun, mér dettur ekki í hug að fljúga. Ég á háaldraða móðir heima og 3 börn, systkyni, frænkur og frændur. Nú ætla ég heim til að passa uppá fjölskylduna mína næstu mánuði sem er skylda mín. Allt annað eru aukaatriði.
Það verða engar færslur frá mér þangað til á fimmtudaginn í næstu viku. Á morgun, á leiðinni í Norrænu ætla ég þó að vera með beina útsendingu um það sem ég vil sjá gert strax heima vegna veirunnar og það sem má betur fara, áður en það verður of seint.“
Kórónaveiran sem veldur Covid-19
Umræða