-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Handtekinn vegna líkamsárásar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

Tilkynnt var um mjög ölvaðan og æstan mann í miðbænum. Þegar lögregla kom á vettvang gekk engan veginn að ræða við hann sökum ástands og þegar annar borgari reyndi að segja manninum að vera rólegur þá gerði hann sig líklegan til þess að ráðast á hann. Var maðurinn þá handtekinn og fær að sofa úr sér í fangaklefa.

Tilkynnt um mann að ganga berserksgang í húsnæði í miðbænum. Þegar lögregla mætti á vettvang kom í ljós að maðurinn átti við andleg veikindi að stríða og þáði hann aðstoð lögreglu við að komast á slysadeild þar sem tekið var á móti honum. Þá var aðili handtekinn fyrir líkamsárás í Breiðholtinu. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og er það í rannsókn.

Árekstur tveggja bifreiða í hverfi 101, slysalaust en einhverjar skemmdir á bifreiðunum.

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 104, aðila handtekinn og vistaður vegna málsins.
Tilkynnt um innbrot í hverfi 105, búið að taka eitthvað af munum og málið í rannsókn.
Ökumaður stöðvaður í hverfi 104 sem reyndist ölvaður við akstur og sviptur ökuréttindum.

Ökumaður stöðvaður í hverfi 110 sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og einnig með fíkniefni meðferðis.